Spurt og svarað

Hvað eru tape-in hárlengingar?

Tape-in eru þunnar hár lengjur sem eru festar við þitt eigið hár með sérstöku lími (tape). Þær eru léttar, nánast ósýnilegar og endurnýtanlegar.

Er þetta alvöru hár?

Já, þetta eru 100% Remy hárlengingar úr alvöru mannshári þar sem öll hárin liggja í sömu átt frá rót til enda.

Af hverju skiptir Remy máli?

Þegar hár liggur í sömu átt:

  • Flækist það mun minna
  • Heldur mýkt og gljáa lengur
  • Lítur náttúrulegra út
  • Endist lengur
Eru tape-ins skaðlegar hárinu?

Nei, ekki ef þær eru rétt settar í og rétt meðhöndlaðar. Skaði kemur yfirleitt af rangri uppsetningu eða röngum hárvörum.

Hvernig þvæ ég hárið með tape-ins?

Þvoðu hársvörðinn varlega með fingurgómum. Leyfðu froðunni að renna niður lengingarnar. Forðastu að nudda beint á tape-festingarnar.

Hvaða sjampó er öruggt fyrir tape-ins?

Súlfatlaus, mild og olíulaus sjampó. Sjampó sem eru merkt „color safe“ eða „for extensions“ eru best.

Má ég nota hármaska og olíur?

Já, en ekki nálægt festingunum. Haltu minnst 5–7 cm fjarlægð frá tape-inu.

Hversu lengi endast tape-in lengingar?

Festingarnar endast í um 6–8 vikur í hvert skipti. ATH! Þó límið endist lengur en í 6 vikur þá er mikilvægt að færa lengingar upp á 6-7 vikna fresti. Hárið sjálft getur enst í 12-18 mánuði með réttri umhirðu.

Hvað ætti ég algjörlega að forðast?

Setja olíur í rótina, detox sjampó, að toga í festingarnar og að sleppa reglulegri uppfærslu.

Af hverju er límið að losna hjá mér?

Algengustu ástæðurnar eru t.d. að olía kemst í rótina, rangt sjampó, of mikill hiti eða að sofa með blautt hár.

Hversu oft má ég þvo hárið?

Yfirleitt 2–3 sinnum í viku. Of tíður þvottur getur losað límið hraðar.

Má ég bursta hárið eins og venjulega?

Já, en burstaðu varlega. Byrjaðu neðst, haltu við rótina og notaðu bursta sem hentar fyrir hárlengingar.

Má ég sofa með blautt hár?

Nei. Að sofa með blautt hár getur losað tape-ið og valdið flækjum.

Hvernig er best að sofa með tape-ins?

Best er að nota silki bonet eða hafa í lausri fléttu til dæmis. Silki koddaver hjálpar til við að minnka núning.

Er í lagi að blása, slétta og krulla hárlengingarnar?

Já, það er í lagi en notaðu ávallt hitavörn. Forðastu að setja hita beint á tape-festingarnar.