Um okkur
Við heitum Brynhildur og Guðný – æskuvinkonur, 32 ára, mæður tveggja barna hvor og útivinnandi húsmæður.
Hugmyndin fæddist eins og margar góðar hugmyndir gera: eitt kvöldið, í samtali okkar á milli, þegar við vorum að skoða hárlengingar fyrir okkur sjálfar. Við fórum að bera saman verð, gæði og lausnir – og tókum eftir því að á erlendum miðlum var verið að auglýsa mikið tape-in hárlengingar sem einfaldan og aðgengilegan kost. Lausn sem hægt er að setja í sjálfur, spara þannig verulega og samt fá sama lúkk og á stofu.
Okkur fannst þetta augljóst.
Fallegt, gæða hár á ekki að vera munaður sem krefst mikillar fjárfestingar.
Við vildum skapa vörumerki sem býður upp á gæða hárlengingar á góðu verði – fyrir fólk sem vill líta vel út, án þess að fórna sveigjanleika, tíma eða fjárhagslegu frelsi. Lausn sem hentar raunverulegu lífi, hvort sem það er í dagsins amstri, vinnunni, með börnin eða þegar þú vilt aðeins gera meira fyrir sjálfa þig.
Fyrir okkur snýst þetta ekki bara um hár.
Þetta snýst um sjálfstraust, einfaldleika og að hafa val.
Við elskum tísku, fegurð og allt þar á milli – en við elskum líka lausnir sem virka. Þess vegna leggjum við áherslu á gæði, gott verð og hár sem lítur út eins og þitt eigið.
Þetta er okkar sýn.
Fegurð sem er aðgengileg. Stíll sem er einfaldur. Og hár sem lætur þér líða vel.